Skip to content

Latest commit

 

History

History
18 lines (14 loc) · 699 Bytes

lax_pita.md

File metadata and controls

18 lines (14 loc) · 699 Bytes

Lax á pítubrauði

#forrettur

Innihald:

  • Hvítur laukur, sneiddur
  • Hlynsíróp
  • Matarolía
  • Pítubrauð, það þynnsta sem er til á markaðinum (dönsk í brauðfrystinum í Hagkaup henta ágætlega)
  • Sýrður rjómi
  • Reyktur lax, rauður og fallegur, skorinn í þunnar sneiðar
  • Svartur kavíar
  • Ferskt dill

Aðferð:

  1. Steikið laukinn í hlynsírópi og matarolíu við lágan hita þar til hann er orðinn fallega gulur á litinn.

  2. Hitið pítubrauðin í brauðrist og smyrjið með sýrðum rjóma. Setjið lauk yfir og leggið laxsneiðar ofan á þannig að þær þekja pítuna. Skerið hverja pítu í fernt og skreytið hvern ferning með kavíar og dilli.