Skip to content

Latest commit

 

History

History
43 lines (31 loc) · 1.86 KB

jojo_ostakaka.md

File metadata and controls

43 lines (31 loc) · 1.86 KB

Ostakaka Jojo’s

#eftirrettur

Innihald:

Fylling:

  • 1 kg rjómaostur
  • 4 egg (við stofuhita)
  • 1.5 bolli sykur
  • 6 dl sýrður rjómi
  • 3 msk maizena mjöl
  • 1 msk nýkreistur sítrónusafi
  • 1 msk söxuð vanilla
  • 250 gr mjúkt smjör (við stofuhita)

Botn:

  • 400 gr hafrakex (helst grahams)
  • ½ bolli fínt hakkaðar pekanhnetur
  • 250 gr smjör

Aðferð:

  1. Smyrjið 28 cm smelluform.

  2. Bræðið smjör fyrir botninn, myljið hafrakexið og hakkið pekanhneturnar.

  3. Blandið öllu saman og þjappið vel uþb. ⅔ af blöndunni í botninn á forminu.

  4. Geymið afganginn af blöndunni til að setja á toppinn á kökunni seinna.

  5. Þeyta saman rjómaost og sykur þar til mjúkt og létt.

  6. Hrærið hvert egg í skál og bætið út í rjómaost blönduna eitt í einu, þeyta vel á milli þar til eggið hefur blandast vel við.

  7. Hrærið við sýrðan rjóma, maizena mjöli, sítrónusafa, vanillu.

  8. Blandið klípum af mjúku smjörinu við blönduna og hrærið á meðan. Nú á að vera kremuð áferð á blöndunni.

  9. Setjið þá hrærivélina á hærri hraða og þeytið blönduna í 1 mínútu.

  10. Hellið fyllingunni í kökuformið og klípið restina af kex blöndunni ofan á.

  11. Setjið formið á bökunarplötu, og inn í miðjan ofninn. Bakið á 160°C (ekki forhita ofninn) í ca. 1.5 klst eða þar til toppurinn á kökunni byrjar að brúnast og brotna.

  12. Slökkvið á hitanum og opnið rifu á ofninn og látið kökuna kólna þar í ca. 2 klst. Takið kökuna þá út, setjið álpappír ofan á og setjið í kæli yfir nótt. Daginn eftir er kakan tekin úr kælinum og forminu og borin fram.

_ “This makes a nice dessert for the President of Iceland, the Russian Tzar, the Queen of England, my dearest Icelandic friends and even their plump? friend from the South! Enjoy with my love.” _ -- Jojo Dowling